Drottningin foxill út af eftirréttinum

Elísabet Bretlandsdrottning.
Elísabet Bretlandsdrottning. AFP

Það er ekki tekið út með sældinni að vera í þjónustu hennar hátignar, enda gilda afar strangar reglur um nánast allt. Fyrrverandi einkakokkur Elísabetar Bretlandsdrottningar, Darren McGrady, segir að farið sé eftir reglunum í einu og öllu en drottningin hefur samskipti við matreiðslumenn sína í gegnum rauðklæddan matseðlabók sem kallast Konunglegi matseðillinn eða Menu Royale.

Þarf að leggja fram tillögur með minnst þriggja daga fyrirvara en jafnframt þarf að fylgja hráefnalisti og lýsing á réttinum. Í framhaldinu samþykkir drottningin tillögur kokkanna eða hafnar þeim.

Eitt sinn gleymdist að láta uppskriftina fylgja með og varð drottningin ekki sátt. Hugðist Darren bjóða upp á vinsælan norskan eftirrétt sem kallast Bóndadóttir með blæju sem samanstendur af kanilmulningi, rúgbrauði, berjum og þeyttum rjóma.

Matseðillinn kom til baka með handskrifuðum miða frá drottningunni sem á stóð: Hver er þessi bóndadóttir með blæjuna? og varð mönnum ekki um sel, enda ekki í boði að gera mistök í konunglega heimilishaldinu.

Blessunarlega fengu kokkarnir tækifæri til að senda uppskriftina með og varð rétturinn í framhaldinu mikill uppáhaldseftirréttur hennar hátignar.

mbl.is