Ein frægasta uppskrift landsins betrumbætt

Ljósmynd/Linda Ben

Til er sú uppskrift úr smiðju Lindu Ben sem er fyrir löngu orðin landsfræg en það er uppskriftin að naan brauðinu hennar. Hér er hún með útfærslu sem ætti að slá í gegn þar fyllir hún brauðið með dýrindis osti.

„Þessi útfærsla varð til þegar mig langaði í eitthvað ótrúlega gott og djúsí naan brauð um daginn og ákvað þá að fylla það með osti,“ segir Linda um uppskiftina og við getum ekki beðið eftir að prófa.

Ostafyllt naan brauð

  • 150 ml vatn
  • 2 tsk. þurrger
  • 2 tsk. sykur
  • 50 g smjör
  • 330 g hveiti
  • 1/2 tsk. salt
  • 50 ml (1/2 dl) hrein AB-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
  • 150 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum
  • Garam masala
  • Sjávar salt

Aðferð:

  1. Blandið þurrgeri og sykri út í vatnið.
  2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna örlítið.
  3. Setjið hveiti í skál og blandið saman við gervatninu og brædda smjörinu. Hnoðið deiginu saman.
  4. Leyfið deiginu að hefast í 30-60 mín.
  5. Skiptið deiginu og rifna ostinum í 6 hluta, hnoðið rifna ostinum inn í hvern hluta af deigi og fletjið svo hlutana út.
  6. Kryddið deigið með garam masala og sjávar salti.
  7. Steikið deigið á pönnu upp úr 1 msk af smjöri á hvorri hlið.
  8. Berið brauðið fram heitt.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert