Nýjasta trendið í jólaskrauti þetta árið

Danski framleiðandinn HAY lætur ekki sitt eftir liggja í trendunum …
Danski framleiðandinn HAY lætur ekki sitt eftir liggja í trendunum fyrir þessi jólin. mbl.is/HAY

Við erum alls ekkert að grínast með að nefna jólaskraut hér í orði - því nýjustu trendin í jólskrauti eru farin að kveða hljóm og þar eru perluskreytt kirsuber og kavíar á meðal þess sem við sjáum. 

Síðustu ár hafa skrautlegar fígúrur, matur og alls kyns verkfæri verið vinsæl hengi á sígrænu jólatrén. Og það mun sannarlega halda áfram, en þó með örlítið breyttu sniði. Því nú hafa litlar perlur bæst í hópinn! Sömu skemmtilegu fígúrurnar, flamingó fuglar, kirsuber, kampavínsflöskur og karamellur – eru nú perluskreytt sem gerir jólaskrautið enn glæsilegra á tréð. Rétt eins og skrautið hafi farið í sparifötin í tilefni hátíðarinnar. 

Kavíar og kirsuber - skreytt perlum og líflegum litum.
Kavíar og kirsuber - skreytt perlum og líflegum litum. mbl.is/©Cerise
Perluskreyttar karamellur.
Perluskreyttar karamellur. Mbl.is/Nynne Rosenvinge
mbl.is