Opnar ostaveitingastað með færibandi

Osta-lest! Fyrsti veitingastaðurinn sem býður upp á osta-lest er í …
Osta-lest! Fyrsti veitingastaðurinn sem býður upp á osta-lest er í Bretlandi. Mbl.is/Nic Crilly Hargrave

Fyrsti færibandaveitingastaður heims með osta, Pick & Cheese, býður þér upp á úrval af ostum sem aldrei fyrr.

Í Vestur-London er Pick & Cheese að finna – þar sem ostar ganga um á færibandi staðarins eins og við þekkjum einna helst frá sushi veitingastöðum. Hér má fá trufflu osta, gouda, ricotta, brie og margt fleira sem sannur ostaáhugamaður má alls ekki láta fram hjá sér fara. Þegar fólk situr til borðs og grípur sér einn og einn disk af færibandinu eftir þörfum og borgar þar að leiðandi eingöngu fyrir þá diska sem það tekur – en diskarnir eru í mismunandi litum og verðið eftir því. Jafnframt mun staðurinn einu sinni í viku, bjóða upp á botnlausa osta og kartöflur þar sem viðskiptavinurinn hefur 75 mínútur til að borða fylli sína. Það er ákveðin stemning að borða við færibandið – svo þessi viðbót er skemmtileg í veitingahúsaflóruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert