Er matarsódinn þinn ennþá virkur?

Matarsódi er mikilvægur í bakstur og þykir einnig fullkominn í …
Matarsódi er mikilvægur í bakstur og þykir einnig fullkominn í þrif. Mbl.is/koipoia.blogspot.com

Matarsódi er eitt af þeim hráefnum sem við eigum inn í skáp, nánast í áraraðir. Hvernig getum við vitað með vissu að hann sé ennþá virkur?

Matarsódi er eitt af lykilhráefnunum í bakstri og þess vegna frekar mikilvægt að vita hvort sódinn virkar eins og hann ætti að gera. Þegar pakkningar hafa verið opnaðar og efnið legið í lengri tíma inni í skáp gæti virknin farið að dala.

Svona veistu hvort matarsódinn er enn í fullri virkni:

  • Settu matarsóda í litla skál, þarf alls ekki að vera mikið.
  • Blandaðu saman við nokkrum dropum af sítrussafa, þá af nýkreistri sítrónu eða límónu. Eins má prófa að hella nokkrum dropum af ediki yfir.
  • Ef blandan byrjar að freyða, þá er matarsódinn í sínu besta formi og fullkominn í bakstur.
  • Ef ekki, þá skaltu kaupa nýjan matarsóda. En ekki henda þeim gamla því hann hentar vel í alls kyns þrif.
mbl.is