Snakkát aukist um 13% á þessu ári

Snakkát Bandaríkjamanna hefur aukist til muna á árinu.
Snakkát Bandaríkjamanna hefur aukist til muna á árinu. mbl.is/wisevoter.com

Nýleg könnun var gerð á snakkáti Bandaríkjamanna, þar sem kafað var inn í þetta áhugaverða málefni en þar í landi hefur snakkát aukist um 13% á þessu ári.

Aukning á snakkáti hefur sínar útskýringar, þar sem heimsfaraldurinn hefur átt stóran þátt í málinu - fólk dvaldi meira heima við og gerði vel við sig í mat og drykk. Með rannsókninni fylgdi kort af landinu, eða einskonar upplýsingamynd sem sýnir hvaða snakk er vinsælast í hverju ríki fyrir sig. Hér má glögglega sjá hvernig Doritos hefur tekið yfirhöndina sem uppáhalds snakk Ameríku með yfir 23 fylki á kortinu – en súkkulaðihnapparnir M&M’s fylgja þar fast á eftir. Skoða má listann nánar í heild sinni HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert