Ný motta frá Pappelina vekur athygli

Sænski mottuframleiðandinn kynnir nýja tækni í framleiðslu sinni.
Sænski mottuframleiðandinn kynnir nýja tækni í framleiðslu sinni. mbl.is/Pappelina

Ein vinsælasta eldhúsmotta landsins og víðar út fyrir landssteinana, er nú fáanleg í nýrri og spennandi útfærslu. 

Hér erum við að sjálfsögðu að vitna í sænsku motturnar frá Pappelina - sem finnast í ótal litum, stærðum og annar konar útfærslum. En fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli þetta árið og gerir það með stæl, er það kynnir nýja tækni í framleiðslu til leiks. Nýja mottan kallast 'Vera Bio', og er fyrsta mottan sem er framleidd úr plasti sem unnið er úr furuolíu - og er í raun úrgangur úr pappírsframleiðslu í Svíþjóð. Hingað til hefur henni verið hent! Vera Bio er til byrja með framleidd í takmörkuðu upplagi, en er fyrsta skrefið í að gera framleiðsluna hjá Pappelinu alveg kolefnislausa og því ber að fagna. Motturnar eru fáanlegar í versluninni Kokku sem bjóða upp á mikið úrval frá Pappelinu. 

mbl.is/Pappelina
mbl.is/Pappelina
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert