Einn vinsælasti veitingastaður landsins til sölu

Hér gefur að líta mynd frá árinu 2013 sem var …
Hér gefur að líta mynd frá árinu 2013 sem var tekin skömmu eftir að staðurinn opnaði. Ómar Óskarsson

Þau tíðindi berast af Grandanum að einn vinsælasti veitingastaður landsins, The Coocoo’s Nest sé til sölu. Staðurinn er í eigu hjónanna Írisar Ann Sigurðardóttur og Lucas Keller en staðurinn opnaði árið 2013.

Í samtali við Fréttablaðið sagði Íris að það væri kominn tími á eitthvað nýtt. Coocoo’s væri mikil félagsmiðstöð með stóran hóp fastakúnna og væru þau farin að undirbúa viðskiptavini undir að nýr aðili taki við rekstrinum. Þau hjónin ætli sér þó ekki að yfirgefa veitingageirann með öllu en vilji færa sig um set og þá jafnvel út á land.

Ljóst er að hér er um gott tækifæri að ræða fyrir áhugasama enda er staðurinn afar vinsæll meðal heimamanna sem og erlendra ferðamanna. Hann er iðulega valinn á lista yfir bestu og áhugaverðustu veitingastaði landsins og stendur vel undir nafni enda maturinn framúrskarandi og stemningin frábær.

Íris Ann og Lucas Keller hafði lengi dreymt um að …
Íris Ann og Lucas Keller hafði lengi dreymt um að opna eigin veitingastað. Þau unnu sjálf að hönnun veitingastaðarins The Coocoo's Nest sem er einskonar Delí með ítölsku ívafi. Ómar Óskarsson
Taco kvöldin á Coocoo´s Nest eru ávallt vinsæl.
Taco kvöldin á Coocoo´s Nest eru ávallt vinsæl.
mbl.is