Drykkurinn sem Kris Jenner drekkur til að halda sér gangandi

Kris Jenner kann vel að meta kaldan Martini drykk í …
Kris Jenner kann vel að meta kaldan Martini drykk í glasið. mbl.is/AFP

Ef þið veltið því fyrir ykkur hvað raunveruleikastjarnan og margmiljónamæringurinn Kris Jenner, drekkur sér til yndisauka á daginn - þá er það þessi drykkur hér. 

Samkvæmt nýju TikTok myndbandi sem Kris tók upp með dóttur sinni Kylie, þá kýs hún 'Dirty Martini' í glasið sitt. Og ef þú vilt taka upp venjur mæðgnanna, þá mæla þær með að eiga kokteil hrisstara, Belvedere vodka og tvær ólífur. Eins er mikilvægt að vera með rétta glasið í verkið og muna að hafa vodkan vel kaldan. Ekki skemmir fyrir að kæla glasið áður en drykknum er hellt í, það gerir svo sannarlega gæfumuninn í lokaútkomunni. 

@kyliejenner can’t wait for you guys to see the new kris collection coming soon @kyliecosmetics ♬ original sound - Kylie Jenner
Mæðgurnar blanda sér drykki í eldhúsinu.
Mæðgurnar blanda sér drykki í eldhúsinu. mbl.is/TikTok
mbl.is