Kaffitrendið sem kom öllum á óvart

Ljósmiynd/Te & kaffi

Það er alltaf áhugavert að sjá hvað er að trenda í kaffidrykkjum og því kom það okkur verulega á óvart að heyra af þessu nýjasta æði sem gripið hefur um sig. Að sögn Ásu Ottesen, markaðsstjóra Te & kaffi eru hindberin að gera góða hluti þessi dægrin.

„Það hefur gripið um sig eitthvað hindberja æði hjá viðsktiptavinum okkar og við auðvitað svörum kallinu og komum með nýjan haustdrykk,“ segir Ása en nýji drykkurinn er Hindberja Swiss Mokka sem hún segir að sé klassískur swiss mokka með heitu súkkulaði og espresso, ásamt hindberjasírópi og frostþurrkkuðum hindberjum sem fara ofan á þeytta rjómann.

Ása segir að útkoman komi virkilega á óvart. „Þetta er hrikalega góður drykkur þó ég segi sjálf frá og hefur fengið frábærar viðtökur hjá viðskiptavinum okkar – sem er auðvitað markmiðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert