Svona getur uppþvottalögur komið að góðum notum

Það er gaman að þrífa ef réttu efnin eru við …
Það er gaman að þrífa ef réttu efnin eru við höndina. mbl.is/professionalcare

Uppþvottalögur getur komið að góðum notum, ekki bara við uppvaskið, því hann er gagnlegur við ýmis önnur verk á heimilinu.

Hreinsaðu skartgripina þína með uppþvottalegi. Blandaðu sápunni saman við smávegis af vatni og þú færð hina fullkomnu blöndu. Hér má vel láta skartið liggja í bleyti í fimm mínútur og nota því næst gamlan tannbursta til að hreinsa skartgripina. Og viti menn, óhreinindin eru á bak og burt. 

Bananaflugur, eða litlu ávaxtaflugurnar sem sveima um í eldhúsinu, laðast að ediki. Því er ráð að setja skál með ediki og nokkrum dropum af uppþvottalegi til að fanga þær ofan í skálina. 

Það má vel nota blöndu af uppþvottalegi í almenn þrif, t.d. á eldhúsborðið sem og baðherbergið. Það dugar þó skammt á erfiða fitubletti. En til að þvo gólfið, nægir að setja tvær matskeiðar af efninu út í fötu með vatni. 

Uppþvottalögur getur komið í stað fyrir uppþvottatöflu. Passið bara að setja ekki meira en tvo dropa því sápan á það til að freyða aðeins of mikið. 

Uppþvottalögur getur komið í stað fyrir blettahreinsi. Setjið dropa af efninu á skítuga flíkina og strjúkið varlega með eldhúsrúllu yfir. Þvoið því næst flíkina samkvæmt leiðbeiningum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert