Djúsí og bragðmiklar tígrisrækjulokur

Tígrisrækjur í pylsubrauði að hætti Hildar.
Tígrisrækjur í pylsubrauði að hætti Hildar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er á ferðinni bragðmikill réttur sem gaman er að bjóða upp á þegar góða gesti bera að garði. Tígrisrækjur spila hér stórt hlutverk í brauði með sósu sem rífur aðeins í, en rétturinn kemur úr smiðju Hildar Rutar

Djúsí og bragðmiklar tígrisrækjulokur (fyrir tvo)

 • 4 brioche pylsubrauð
 • 12 tígrisrækjur
 • Panko rasp
 • Hveiti
 • 1 egg
 • Sítrónupipar
 • Ólífuolía
 • Avókadó
 • Salat
 • Blaðlaukur

Sósa

 • 1 dl majónes
 • 1-2 msk söxuð steinselja
 • Safi úr 1/2 sítrónu
 • 1 hvítlauksrif eða hvítlauksduft
 • Nokkrir dropar tapasco sósa
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Pískið egg í eina skál, hellið hveiti í aðra og raspi í þriðju. Kryddið tígrisrækjurnar með sítrónupipar og smá salti og blandið þeim við hveitið þar til þær verða þaktar. Veltið þeim upp úr egginu og svo að lokum raspinu. 
 2. Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þangað til þær verða stökkar að utan og bleikar að innan. 
 3. Rífið salatið og smátt skerið blaðlaukinn og avókadó. Hrærið saman í sósuna. 
 4. Hitið pylsubrauðin í ofni og fyllið þau með salatinu, lauknum og avókadó, sósunni og risarækjunum. 
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is