Jennifer Garner deilir mömmu-leyndarmáli

Jennifer Garner er skemmtilegur kokkur og deilir oft uppskriftum á …
Jennifer Garner er skemmtilegur kokkur og deilir oft uppskriftum á Instagram síðunni sinni. mbl.is/Instagram_Jennifer Garner

Hollywood leikkonan og þriggja barna móðirin, Jennifer Garner, deildi á Instagram síðu sinni - uppskrift sem krakkar munu elska. 

Jennifer segir í myndbandinu að þetta nostalgíu snakk, muni setja standardinn fyrir því sem koma skal því krakkar elski þetta kanilbrauð sem hinn fullkomna bita eftir skóla eða á sunnudagsmorgnum. Hér er einfaldlega brauðið ristað og smurt með smjöri - því næst er kanilsykri stráð yfir. Einfaldara gæti það ekki verið, og verður klárlega prófað í eldhúsinu hjá okkur hér á matarvefnum, þegar gemlingarrnir koma heim úr skólanum. 

mbl.is