Pylsuputtar Karls vekja mikla athygli

Það er fátt meira í umræðunni akkúrat núna en fingurnir á verðandi konungi Bretlands og hvað geti mögulega verið að hrjá manninn.

Fingurnir eru bæði þrútnir og rauðir og hefur ótýndur almúginn þungar áhyggjur af þessu. Svo miklar að þetta er ein mest gúgglaða spurningin á Google.

Íslenskir gárungar hafa vakið athygli á þessu og áhugaverðasti þráðurinn er sjálfsagt hjá Hrafni Jónssyni en þar leiða menn líkur að því að Karl sé með þvagsýrugikt, skorti sellerí, sé slæmur í nýrunum eða drekki of mikið sjerrí.

Enginn læknir hefur þó tjáð sig opinberlega um málið og hefur breska krúnan ekki sent frá sér tilkynningu vegna málsins.

Hafa fingur hans hátignar verið nefndir Pulsuputtar af einhverjum en mörgum þykir sú samlíking helst til ósmekkleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert