COLLAB valinn besti virknidrykkurinn

COLLAB kom, sá og sigraði á einni stærstu drykkjarvörusýningu í heimi og var valinn besti virknidrykkurinn. World Beverage Innovation Awards eru veitt á drinktec sýningunni sem haldin er fjögurra ára fresti og þar er tilkynnt um úrslit í ýmsum drykkjarvöruflokkum. COLLAB var tilnefndur sem besti virknidrykkurinn (e. Best Functional Drink) og er skemmst frá því að segja að COLLAB sigraði í þeim flokki.

„Það var gleðistund þegar tilkynnt var um niðurstöðuna, enda er þetta mikil viðurkenning fyrir vöruþróunarstarf Ölgerðarinnar og þann metnað sem þar ríkir. Frá því að við hófum samstarf okkar við FEEL Iceland um þróun COLLAB höfum við alltaf vitað að við værum með góða vöru, viðtökur neytenda hafa sýnt það, og því er ánægjulegt að fá það staðfest að þetta er drykkur sem á erindi um allan heim,“ segir Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður vöruþróunar og gæðadeildar Ölgerðarinnar.

COLLAB kom á markað í ársbyrjun 2019 og var þróaður í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið FEEL Iceland. COLLAB er sykurlaus virknidrykkur sem er fáanlegur með eða án koffeins og inniheldur 5,9 grömm af hágæða kollageni frá FEEL Iceland.

Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður vöruþróunar og gæðadeildar Ölgerðarinnar við afhendingu …
Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður vöruþróunar og gæðadeildar Ölgerðarinnar við afhendingu verðlaunanna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert