Konunglegt kaffistell til sýnis

Danska konunghúsið í Kaupmannahöfn.
Danska konunghúsið í Kaupmannahöfn. mbl.is/Mads Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix

Ævagamalt kaffistell, fagurlega skreytt litríkum blómum verður til sýnis fyrir almenning í Kolding, Danmörku. En stellið er gjarnan dregið fram við hátíðlegar athafnir í danska konungshúsinu. 

Hér um ræðir hvítt póstulín frá 17. öld - skreytt fíngerðu og handmáluðu blómamynstri. Stellið var fyrst dregið fram í afmælisboði Kristjáns sjöunda árið 1803 og var nýlega notað á afmælishátíð Margrétar Danadrottningar. Stellið mun nú vera til sýnis í fyrsta sinn á Jótlandi og vera miðpunktur á nýrri sýningu í Koldinghuset. 

Stellið sem kallast Flora Danica, hefur til þessa ekki verið til sýnis í heild sinni fyrr en nú. Hægt verður að skoða ítarlega fíngerða munstrið sem það prýðir - fyrir utan allar sögurnar sem stellinu fylgja, en þær eru margar hátíðlegar stundirnar þar sem kaffistellið hefur verið dregið fram. Ein af sögunum um stellið er sú, að það hafi upphaflega verið ætlað rússnesku keisaraynjunni Katarina, sem diplómatísk gjöf á spennuþrungnu stjórnmálatímabili. Þeir sem eiga leið um Kolding geta borið stellið augum, en sýningin opnar 7. október nk. 

Ævagamalt kaffistell úr dönsku konungsfjölskyldunni verður nú til sýnis í …
Ævagamalt kaffistell úr dönsku konungsfjölskyldunni verður nú til sýnis í Kolding. mbl.is/Iben Kaufmann
mbl.is/Iben Kaufmann
mbl.is/Iben Kaufmann
mbl.is/Iben Kaufmann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert