Nýju viskustykkin frá Normann Copenhagen eru æði

Ný viskastykki frá Normann Copenhagen.
Ný viskastykki frá Normann Copenhagen. mbl.is/Normann Copenhagen

Við getum alltaf á okkur nýjum viskustykkjum bætt – enda finnast þau mörg þarna úti í ótal skemmtilegum útfærslum eins og þessi nýjung frá Normann Copenhagen. 

Nýju viskustykkin kallast YUMMY, og eru með útsaumuðum myndum af ýmsum matartegundum. Hér um ræðir sex ný viskustykki í eldhúsið með mynd af humri, sveppum, belgbaunum, pylsu og sítrónu. Stykkin eru framleidd úr OEKO-TEX-vottuðu hör og bómull og á þeim má finna lítinn hanka vilji maður hengja þau upp til þerris. Þessi fína viðbót í eldhúsið verður fáanleg frá lokum október. 

mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is