Alls ekki nota hníf til að afþíða frystihólfið

Hvað er langt síðan þú tókst frystinn í gegn?
Hvað er langt síðan þú tókst frystinn í gegn? mbl.is/Istock

Hér eru allar skotheldu aðferðirnar til að afþíða frystiskápinn á sem bestan og þægilegastan hátt, en gott er að ráðast í það verk tvisvar yfir árið - þó að það sé ekki skemmtilegasta verkefnið í bókinni.

Fjarlægið frosnar matvörur
Það er best að ráðast í verkið þegar lítið af matvöru er eftir í frystinum. Gott ráð er að setja það sem eftir er í kælitösku eða poka og geyma utandyra, sé nægilega kalt úti. 

Alls ekki nota hníf
Byrjið á því að slökkva á frystinum og reynið að losa varlega alla stóra ísklumpa með höndunum – hér er gott að vera með hanska til að taka á köldum ísnum. Setjið skál eða lítinn bala með heitu vatni inn í frystinn og lokið hurðinni á skápnum í um það bil fimmtán mínútur. Notið því næst trésleif eða plastsköfu til að losa um ísinn – eða eitthvað áhald sem rispar ekki kælinn, eins og hnífur myndi gera. 

Þrífið vel
Þegar þú hefur náð að losa um allan ísinn, skaltu þvo frystinn vel með sápuvatni og þurrka yfir með hreinum klút. Kveikið aftur á frystinum og setjið matvörurnar aftur á sinn stað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert