Landsmenn boðnir velkomnir í sólberjatínslu

Vellir í Svarfaðadal.
Vellir í Svarfaðadal. Ljósmynd/Facebook

Paradísin Vellir í Svarfaðadal eru með svalari stöðum á landinu en þar rækta matgæðingarnir Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir dýrindis hráefni sem þau svo selja í sælkerabúðinni sinni.

Vellir eru með ótrúlega öfluga ræktun og nú er svo komið að nóg er eftir af sólberjum og er því landsmönnum öllum boðið að koma og tína áður en þau skemmast. Nú þegar er búið að tína ein 800 kíló og nóg eftir og því ættu norðlendingar að sjá sér leik á borði og bregða sér í sólberjamó.

Það skal af gefnu tilefni tekið fram að sólber eru einstaklega góð í sultur og ostakökur!

mbl.is