Réð vöðvastæltan tvífara Reynolds í sínar auglýsingar

Blake Lively og Ryan Reynolds á Met Gala sem haldin …
Blake Lively og Ryan Reynolds á Met Gala sem haldin var 2. maí síðastliðinn. AFP

Við höfum ekki farið leynt með aðdáun okkar á Hollywood-hjónunum Ryan Reynolds og Blake Lively en þau eiga einmitt von á sínu þriðja barni.

Bæði eru þau með hliðarverkefni sem þau sinna af alúð. Reynolds framleiðir Aviation-ginið sitt sem nýtur mikilla vinsælda en auglýsingar fyrirtækisins eru dásamlegar.

Lively er einnig með eigin drykki til sölu en þeir eru áfengislausir enda drekkur Lively ekki áfengi. Drykkirnir heita Betty Buzz og svo virðist sem Lively sé enginn eftirbátur Reynolds í markaðssetningu.

Í þessari nýjustu auglýsingu sést föngulegur karlmaður, sem er óhugnanlega líkur Reynolds, fara fögrum orðum um Lively og drykkinn.


 

mbl.is