Svona áttu að þvo fokdýru úlpuna

Baltasar Kormákur hér í 66 norður úlpu.
Baltasar Kormákur hér í 66 norður úlpu.

Dúnn er ákaflega merkileg og vandmeðfarin vara sem borgar sig að hugsa vel um til að hann endist sem best. 

  • Best er að þvo dúnflík eina og sér í þvottavél á 30 gráðum með fljótandi dúnsápu.
  • Loka skal öllum rennilásum og smellum fyrir þvott. 
  • Ekki nota mýkingarefni eða þvottaefni sem innihalda bleikiefni eða blettahreinsi, dúnsápan nægir.
  • Flíkina á að þurrka á lágum hita í þurrkara.
  • Þessar þvottaleiðbeiningar eiga einnig við um Prima Down-vörur. 

Parka-úlpur eru ögn flóknari viðfangs og því ekkert vitlaust að láta fagfólk um að þvo þær.

  • Ef þú hins vegar ákveður að þvo úlpuna sjálf/-ur skaltu þvo hana eins og sér í þvottavél á 30 gráðum. Mælt er með fljótandi dúnsápu.
  • Mikilvægt er að fjarlægja skinnkanta af flíkum fyrir þvott og loka öllum rennilásum og smellum. 
  • Flíkina á að þurrka á lágum hita í þurrkara með tennisbolta (eða öðru sambærilegu til að berja dúninn) og gott er að snúa flíkinni við eftir um klukkustund í þurrkun. Þurrkunin getur tekið um 2-4 klst. eftir stærð flíkurinnar.
  • Athugið að við þvott getur liturinn dofnað og flíkin fengið á sig veðraða áferð.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert