Eggjahræra eins og drottningunni sæmir

Elísabet elskaði góða eggjahræru.
Elísabet elskaði góða eggjahræru. mbl.is/Getty

Það voru margir sem fylgdust með er Elísabet Englandsdrottning var borin til grafar og enn berast fréttir af matarvenjum hennar hátignar - en hún var mikill sælkeri eins og við höfum margoft komið inn á hér á matarvefnum. 

Eitt af því sem Elísabetu þótti einstaklega gott, var eggjahræra - en þessi uppskrift er sögð vera ein af hennar uppáhalds með einstökum hráefnum eins og sítrónuberki og múskat. Við leggjum ekki meira á ykkur! 

Eggjahræra eins og drottningunni sæmir

  • Þrjú lífræn (brún) egg
  • 1 msk. mjólk
  • 1 msk. smjör/ólífuolía
  • 1 tsk. fínt rifinn sítrónubörkur
  • Klípa af möluðum múskat
  • Nýmalaður svartur pipar eftir smekk
  • Sjávarsalt (eftir smekk)
  • Niðurklipptur graslaukur

Aðferð:

  1. Þeytið eggin og mjólkina í skál þar til þau hafa blandast vel saman og saltið eftir smekk. Bætið restinni af hráefnunum saman við og blandið saman. 
  2. Hitið smjörið eða ólífuolíuna á lítilli pönnu á lágum til meðalhita. Bætið eggjablöndunni út í og lækkið hitann um leið og þið hrærið rólega í eggjunum með spaða og passið að þau festist ekki við botninn á pönnunni. 
mbl.is