Viskíframleiðandi setur rakspíra á markað

Viskíaðdáendur geta nú bætt á óskalistann sinn fyrir jólin þessari ótrúlegu uppfinningu sem komin er á markað.

Við erum að tala um viskírakspíra sem ilmar þó ekki eins og viskítunna á ósmekklegan hátt heldur er ilmurinn sagður álíka flókinn og úthugsaður og gott viskí er.

Það er viskíframleiðandinn Monkey Shoulder sem framleiðir ilminn sem heitir Monkey Musk. Monkey Shoulder er einmitt fáanlegt hér á landi og því sjá markaðsmógúlar sér vonandi leik á borði og flytja inn nokkur eintök af ilminum enda skilgreinum við hann sem nauðsynlegt innlegg í þjóðfélagsumræðuna.

mbl.is