Forsala hafin á næst vinsælasta dagatali landsins

Vinsælasta dagatal sælkerans er lakkrísdagatalið frá Johan Bulow.
Vinsælasta dagatal sælkerans er lakkrísdagatalið frá Johan Bulow. mbl.is/Lakrids by Bulow

Það fer ekkert á milli mála að eitt vinsælasta jóladagatal landans síðustu jólavertíðir hafa verið kennd við súkkulaðihúðaðan lakkrís. Eða lakkrísinn sem við Íslendingar áttum í léttum 'deilum' út af fyrir alls ekki svo löngu síðan. Það skilgreinist samt einungis sem næst vinsælasta dagatalið þar sem við erum nokkuð viss um að dagatalið frá Blush sé það vinsælasta og skyldi engan undra.

Jóladagatölin frá Lakrids By Bulow eru nú komin í forsölu hafa til þessa selst hratt upp. Dagatölin litu fyrst dagsins ljós árið 2011 og er orðið órjúfanlegur partur af jólaundirbúningi margra. Á bak við hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun sem alvöru lakkrísaðdáendur geta ekki látið framhjá sér fara en hægt er að panta dagatalið í vefverslun Epal - sem lofa glaðningi með öllum forpöntunum. 

mbl.is/Lakrids by Bulow
mbl.is/Lakrids by Bulow
mbl.is