Sælkeradagur í Epal á laugardaginn

Það verða ýmsar vörur á boðstólnum á sælkeradegi Epal um …
Það verða ýmsar vörur á boðstólnum á sælkeradegi Epal um helgina. mbl.is/Add Wise

Sælkerar landsins mega ekki missa af þessari veislu sem fer fram í Epal, laugardaginn 24. september. Hér verða gúrme vörur á boðstólnum ásamt góðum afslætti af gómsætum matvörum þennan daginn. 

Fagurkerar og sælkerar sem eiga leið um Skeifuna um helgina, ættu að reka inn nefið í versluninni Epal sem verður með sælkeradag. Ljúffengar vörur verða kynntar og fá gestir meðal annars að smakka gómsætt handgert sælgæti, grískar matvörur, gæða ólífuolíur, súkkulaði, lakkrís, karamellur og konfekt - ásamt gæða kaffi og óáfenga drykki og svo margt fleira sem kitlar bragðlaukana. 10-20% afsláttur verður á öllum sælkeravörum þennan dag í verslun Epal Skeifunni og vefverslun.

Vörumerkin sem verða á staðnum með kynningar eru: Sjöstrand, Sparkling Tea Copenhagen, Tefélagið, Lakrids by Bulow, Lentz Copenhagen, Wally & Whiz, The Mallows, Add Wise, Sigma ekta grískt og Hattesens Konfektfabrik.  

mbl.is/Sparkling Tea
mbl.is/Wally and Whiz
mbl.is/Lentz
mbl.is/Sjöstrand
mbl.is/Add wise
mbl.is
Loka