Frægustu mæðgur heims elda dýrindis pasta

Ljósmynd/skjáskot úr myndbandinu

Tískurisinn Vogue framleiðir reglulega matreiðslumyndbönd sem vekja ætíð mikla athygli. Nýjasti þátturinn skartar ofurmæðgunum Kylie og Kris Jenner þar sem þær mæta í öllu sínu veldi og í fullum skrúða í eldhúsið og elda.

Fyrst býður Kris upp á martini sem hún segist vera töluverður sérfræðingur í. Kylie aðstoðar af mikilli prýði á milli þess sem þær spjalla um daginn og veginn.

Síðan er komið að Kylie þar sem hún eldar fínasta pasta fyrir áhorfendur með aðstoð Kris. Útkoman er virkilega girnileg og ljóst er að mæðgurnar eru búnar að fullkomna listina að elda í fullum skrúða.

Þátturinn er framleiddur af Vogue og því er standardinn hár þegar kemur að klæðnaði og útliti – og það er hluti af skemmtuninni. Í heildina eru mæðgurnar ákaflega elskulegar, ljúfar og fyndnar og greinilegt er að þær taka sig ekki of alvarlega.

Myndbandið er komið inn á YouTubu (þaðan sem við deilum því) og ummæli áhorfenda eru mjög jákvæð og ljóst að margir eiga þá ósk heitasta að þær mæðgur skelli í alvöru matreiðsluþætti. Hvort af því verður skal ósagt látið en þar sem þær eru flinkari en flestir í að grípa tækifæri og hámarka þau er aldrei að vita...

mbl.is