Smass opnar í Mosfellsbæ

Staðurinn opnaði klukkan fimm í gær.
Staðurinn opnaði klukkan fimm í gær. Ljósmynd/Aðsend

Hamborgarakeðjan Smass opnaði sinn fjórða veitingastað í Háholti í Mosfellsbæ í gær. Staðurinn er þar sem áður var ísbúðin Frystihúsið.

Keðjan opnaði sinn fyrsta stað í Vesturbæ Reykjavíkur í fyrra en hefur síðan þá einnig opnað staði á Fitjum í Reykjanesbæ og við Hafnarstræti í miðbæ Reykjavíkur.

Smass gerir út á, eins og nafnið gefur til kynna, smassborgara. Hamborgarnir eru smassaðir og flattir út á funheita pönnuna til að hámarka brúnun á kjötinu. 

Í tilkynningu frá Smass segir Guðmundur Óskar Pálsson, forstjóri og einn eiganda keðjunnar, að hann hafi ekki geta beðið eftir því að opna staðinn og bæta alvöru smassborgurum við matarmenninguna í Mosfellsbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert