Eldhúsið sem þykir ógnarfagurt

Einstaklega vel heppnað eldhús með brass eyju.
Einstaklega vel heppnað eldhús með brass eyju. mbl.is/Niamh Barry

Er þetta hið fullkomna eldhús? Það kemst mjög nálægt því ef þið spyrjið okkur  í það minnsta hvað fagurfræðina varðar. 

Hér gefur að líta gullfallegt eldhús í orðsins fyllstu merkingu  þar sem innréttingin einkennist af látúni og glamúr. Hönnunin liggur í höndunum á Studio Author sem hafa gert einstaklega vel í þessu tilviki. Heilt á litið er eldhúsið beige-litt, eða sambland af brass-eyju, brass-blöndunartækjum og dökkum við. Náttúrulegur og lifandi steinninn í borðplötu og á veggnum setur sterkan svip á rýmið  þar sem línurnar í steininum flæða um. Gólfið gefur okkur síðan punktinn yfir i-ið með svart-hvítum tíglaflísum.

mbl.is/Niamh Barry
mbl.is/Niamh Barry
mbl.is/Niamh Barry
mbl.is