„Mikið óskaplega eru matarmiklar súpur góðar“

Ljósmynd/Albert Eiríksson

„Mikið óskaplega eru matarmiklar súpur góðar,“ segir matgæðingurinn og lífskúnstnerinn Albert Eiríksson um þessa dýrindis súpu en við vitum að Albert er full alvara þegar kemur að súpum. Uppskriftin kemur frá næringarfræðingnum Betu Reynis og stenst því allar kröfur sem við gerum til matarins. Albert bætti ferskum chilipipar við uppskriftina þegar hann gerði súpuna en það er að sjálfsögðu valkvætt.

Mexíkósúpa

 • 200 g hakk
 • 4 msk. ólífuolía
 • 4 msk. chilisósa
 • 1 msk. tómatpuré
 • ½ rauðlaukur
 • 2 stk. gulrætur
 • 2 dl skorið spergilkál
 • 1 dl sæt kartafla, skorin í tenigna
 • Salt og pipar
 • 1/3 tsk. cayenne eða chili
 • 1-2 dl vatn
 • 1 grænmetisteningur
 • 2 msk. rjómaostur
 • 2 dl rjómi

Aðferð:
 1. Léttsteikið rauðlaukinn og grænmetið í olíunni í potti og takið til hliðar. Steikið hakkið í sömu olíu, bætið við chilisósunni, tómatpuré og kryddum.
 2. Bætið vatni saman við ásamt grænmetisteningi.
 3. Látið malla í 25 min. við lágan hita. Bætið rjómaosti ásamt rjóma saman við og hitið í 10 min.
mbl.is