Snjallasta húsráðið fyrir dekurnagga

Handsápur finnast í ótal útfærslum og ilmum - þessi inniheldur …
Handsápur finnast í ótal útfærslum og ilmum - þessi inniheldur 'white tea'. mbl.is/Westin store

Við látum ekkert fara til spillis, en þetta húsráð hér er þess virði að kunna  því sápurestar geta komið að góðum notum. 

Hvað á að gera við t.d. handsápurestar sem verða eftir er við ætlum að skipta út sápunni fyrir nýja? Jú, þá er besta ráðið að breyta sápunni í „dekur“! Þú bræðir einfaldlega sápuna við vægan hita í potti og blandar henni að lokum saman við fíngerðan sand og jafnvel ilmkjarnaolíur ef vill. Þannig færðu góðan sápuskrúbb sem skrúbbar öll óhreinindi og dauðar húðfrumur bak og burt. 

mbl.is