Syrgjendur beðnir að skilja ekki eftir samlokur

Elísabet Bretlandsdrottning í febrúar síðastliðnum.
Elísabet Bretlandsdrottning í febrúar síðastliðnum. AFP

Talsvert hefur borið á því að syrgjendur Elísabetar drottningar skilji eftir ýmislegt til minningar um hana fyrir framan staði tengda henni, eins og Buckingham-höll. Blóm og bangsar eru vinsæl eins og flestir kannast við en einnig hefur borið á að fólk sé að skilja eftir samlokur með marmelaði en slíkar samlokur voru í miklu uppáhaldi hjá drottningunni.

Nú er svo komið að send hefur verið út tilkynning þar sem fólk er beðið að láta af þessu enda mygli samlokurnar og geymist afar illa.

Í tilkynningunni kemur fram að flest það sem skilið er eftir til minningar um drottninguna taki starfsfólk krúnunnar og geymi vandlega uns ákveðið verður hvað gert er við það. Hins vegar sé erfitt að geyma samlokur auk þess sem þær laði að ýmislegt óæskilegt.

mbl.is