Unaðslegt pasta að hætti Jamies Olivers

Risarækjupasta sem gælir við bragðlaukana.
Risarækjupasta sem gælir við bragðlaukana. mbl.is/Jamie Oliver

Risarækjupasta sem gælir við bragðlaukana er mætt á borðið  hér baðað upp úr léttu rósavíni. Það er enginn annar en meistari Jamie Oliver sem á heiðurinn af uppskriftinni og þá vitum við að hún getur ekki klikkað.

Risarækjupasta upp á tíu

  • 300 g risarækjur
  • 4 hvítlauksrif
  • 2 kúfaðar teskeiðar af rauðu pestói
  • 150 g taglerini-pasta
  • 150 ml létt rósavín

Aðferð:

  1. Setjið rækjurnar á stóra pönnu ásamt 1 msk. af ólífuolíu. 
  2. Afhýðið og skerið hvítlaukinn smátt. Setjið pönnuna á meðalháan hita og blandið hvítlauk og rækjum saman við. Því næst kemur pestóið saman við og öllu blandað saman. 
  3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Hellið vatninu af en geymið um einn bolla af pastavatninu. 
  4. Hellið rósavíni saman við rækjurnar og látið sjóða í eina mínútu. Bætið pastanu saman við og smakkið til með kryddi. Bætið ef til vill smá pastavatni saman við ef þörf er á. 

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is