Eldhúsinnréttingin sem veldur yfirliði

mbl.is/Timothy Kaye

Það er ekki oft sem við verðum orðlaus yfir eldhúsinnréttingum, en í þessu tilviki þá játum við hrifningu okkar. 

Svört eldhús eru og munu eflaust alltaf vera klassísk, falleg og eins og í þessu tilviki - töffaraleg. Hér hefur ekkert verið til sparað ef marka má meðfylgjandi myndir. Innréttingin er að mestu leyti svört, blöndunartækin eru svört og það er einnig viðurinn í innréttingunni. Við sjáum innbyggð tæki og stjarnan í rýminu er að sjálfsögðu steinninn á borðum - eða svartur steinn með gylltum smáatriðum sem gefa þetta einstaka heildarútlit. 

mbl.is/Timothy Kaye
mbl.is/Timothy Kaye
mbl.is/Timothy Kaye
mbl.is