M&M tekur sögulegum breytingum

Nýr liðsfélagi hefur bæst í M&M hópinn.
Nýr liðsfélagi hefur bæst í M&M hópinn. mbl.is/M&M

Sælgætisframleiðandinn M&M kynnir í fyrsta sinn í áratug nýjan liðsfélaga í hópinn - en hér um ræðir kvenkyns karakter sem er fjólublár á litinn. 

Nýi karakterinn var kynntur til leiks með nýju myndbandi er kallast 'I'm Just Gonna Be Me' - þar sem fjólubláa sælgætið dansar sinn fyrsta dans og sameinast hinum í hópnum. Nýi karakterinn á að minna okkur á að fagna því sem gerir okkur sérstök og að því sögðu, þá hefur sælgætisframleiðandinn gefið það út, að fyrir hvern smell sem myndbandið fær - þá gefi þeir einn dollara til góðgerðarmála. Því er um að gera að skoða myndbandið hér fyrir neðan og styrkja um leið gott málefni. 

mbl.is