Espresso martini með súkkulaðikeim

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Það er gaman að leika sér með mismunandi líkjöra fyrir Espresso Martini-drykk.

Hér er ég búin að blanda súkkulaðilíkjör og smá sírópi saman við kaffi og vodka og útkoman er æðisleg! segir Berglind um þennan drykk en Espresso Martini-kokteillinn hefur verið einn sá vinsælasti á börum landsins undanfarin misseri.

Espresso martini með súkkulaðikeim
Uppskrift – dugar í tvö glös
  • 100 ml Tobago Gold-súkkulaði/rommlíkjör
  • 60 ml vodka
  • 120 ml espressokaffi kalt
  • 1 tsk. hlynsíróp
  • 1 lúka af klökum

Aðferð:

  1. Setjið allt í hristara og hristið vel þar til froða myndast í hristaranum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »