Svona verða baðflísarnar eins og nýjar

Öll könnumst við óhreinindi sem safnast á flísum og getur verið leiðinlegt að þrífa. Blessunarlega lumar Leiðbeiningarmiðstöð heimilanna á góðum ráðum og þetta er sannarlega eitt af þeim gagnlegri.

Til að þrífa flísar er gott að nota borðedik og uppþvottalög.

  • Sýran í edikinu nær kalkinu og uppþvottalögurinn nær húðfitunni sem safnast á flísarnar.
  • Blandað þannig: Tveir hlutar af uppþvottalög á móti einum hluta af borðedik í spreybrúsa.
  • Byrjað er að úða á flísarnar með sturtuhausnum, gerir fúguna móttækilegri fyrir edikinu án þess að skemma.
  • Spreyja edik og uppþvottalögsblöndunni á flísarnar og leyfa því að vera á í ca. 30 mín.
  • Ef þörf er má skrúbba með bursta yfir flísar og fúgu.
  • Síðan skolað með vatni og þurrkað með hreinum og þurrum klút.
  • Til að ná mjög erfiðum blettum og kalki af flísum og fúgu, er hægt að setja edik í svamp og nudda yfir, eða hálfa sítrónu sem er nuddað á fúguna. Athugið að fúga og flísar þurfa að vera vel rakar áður en þetta er gert.

Aðrar leiðir fyrir mjög erfið óhreinindi á fúgu er að nota fúgustrokleður, þau í raun rispa upp óhreinindin úr fúgunni.
Flísaverslanir selja mörg góð umhverfisvæn efni til að hreinsa flísar.
Við bendum t.d á Undra flísahreinsir, sem er íslensk umhverfisvæn framleiðsla og hefur verið að fá góða umsögn.

Heimild: Leiðbeiningarmiðstöð heimilanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert