Eldar í geggjuðu Gucci dressi

Það eru fáir sem hafa tærnar þar sem Gwyneth Palthrow hefur hælana. Hér er hún mætt í stúdíóið hjá Vogue þar sem hún galdrar fram dýrindis helgarmorgunverð ætlaðan eiginmanni sínum.

Að sjálfsögðu er hún einstaklega glæsileg og í einu geggjaðasta Gucci dressi sem sést hefur lengi. Spurning hvort Gucci setji ekki frambærilegar svuntur á markað næst?

En vel þess virði að horfa á enda er allt sem Palthrow sjúklega lekkert og vel gert.


 

mbl.is