Fögnuðu 131 ári með risastórri súkkulaðiköku

Hollywood hjónin Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones, deila sama afmælisdegi.
Hollywood hjónin Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones, deila sama afmælisdegi. mbl.is/Getty

Óskarsverðlaunahafarnir og hjónin Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones, fögnuðu nú á dögunum afmælisdögunum sínum saman með risastórri köku. 

Hjónakornin eiga bæði afmæli þann 25. september, þar sem Michael varð 78 ára og þokkagyðjan Catherine varð 53 ára gömul. Saman blésu þau á kertin á stórri sjö laga tertu skreytt blómum, en kertin á toppi kökunnar mynduðu töluna 25 - sem er fjöldi afmælisdaga sem þau hafa átt saman sem par. Hjónin birtu myndir af sér á Instagram, en Catherine er einungis með 4,2 milljónir fylgjenda á meðan Michael er með 1 milljón aðdáenda á samfélagsmiðlinum. Og ef marka má meðfylgjandi myndir, þá er ástin enn í fullum blóma hjá skötuhjúunum. 

mbl.is