Jólagjöfin fyrir Gucci gæðinginn í þínu lífi

Merkjavara er í miklum metum hjá fagurkerum sem keppast við að skreyta sig með hönnunarvörum af ýmsum toga.

Gucci eru þar framarlega í flokki enda framleiða þeir ekki eingöngu forláta fatnað og veski, heldur má finna alls kyns vörur inn á heimasíðu þeirra. Heimilisvörur, húsgögn og annað slíkt sem ættu að smellpassa í jólapakkana hjá sumum.

Hér gefur að líta undurfagran bolla sem að sjálfsögðu er vel merktur Gucci og með loki í þokkabót. Herlegheitin kosta tæpar 50 þúsund krónur enda verður slíkur bolli seint metinn til fjár.

Klárlega jólagjöf fyrir þann sem á allt og vantar smá bling í lífið.

mbl.is