Hvaða eldhús hentar þér best?

Eldhús eru til í ótal útfærslum og sitt sýnist hverjum …
Eldhús eru til í ótal útfærslum og sitt sýnist hverjum er kemur að því vali. mbl.is/Svane Kokkenet

Eldhús eru allskonar og sitt sýnist hverjum. Við höfum sem betur fer ekki öll sama smekkinn er kemur að vali á eldhúsum en hér eru nokkur frá Svane Kokkenet sem hitta í mark. 

Dökkbæsuð eik
Í þessu eldhúsi er dökkbæsuð eik í aðalhlutverki, þá ekki bara í innréttingunni heldur líka á borðstofuborði - en gólfefnið er einnig úr fallegri eik. Hér má sjá eikina tóna vel við svört blöndunartæki og aðra gyllta díteila. 

mbl.is/Svane Kokkenet

Eldhús með sál
Hér ríkir mikil sál í endurgerðu húsi í Svendborg, frá 18. öld. Dökkir viðarpanelar á skápum og hvítur marmari eru einkennandi fyrir eldhúsið - sem og bogadregið innskotsrýmið þar sem eldavélina er að finna. 

mbl.is/Svane Kokkenet

Fyrir stórfjölskylduna
Þegar margir koma saman, þá er gott að vera með nóg pláss. Í þessu eldhúsi sjáum við langa eyju úr eik með stálborðplötu sem þolir allt hnjask - þegar kvöldmaturinn er eldaður eða bollur bakaðar um helgar. Hann er líka fallegur hái skápaveggurinn sem við sjáum í baksýn í gráum lit ög hér er nægilegt pláss fyrir krakkana til að sitja og gera heimavinnuna eða lesa. 

mbl.is/Svane Kokkenetmbl.is