Staðurinn sem gleymist á öllum heimilum

Hvað er langt síðan að þú þreifst á bak við …
Hvað er langt síðan að þú þreifst á bak við ofninn? mbl.is/Colourbox

Til er sá staður sem hreinlega gleymist að þrífa á öllum heimilum. Hér erum við að vitna í ofnana sem halda á okkur hita þegar myrkustu mánuðirnir ganga yfir. 

Það er ekki sjálfgefið að muna eftir því að þrífa ofnana á heimilinu, enda nóg annað að hugsa um. Best er að eiga kúst með löngu skafti eða svokallaðan rykbursta - en ef slíkt er ekki við höndina, þá getur þú reddað þér með þessu einfalda húsráði hér. 

  1. Taktu fram langa sleif eða skeið og festu klút utan um. 
  2. Notaðu skeiðina til að losa um allt ryk sem leynist á milli í ofninum. 
  3. Ryksugaðu upp allt rykið sem fellur niður á gólfið eða á botninn á ofninum. 
  4. Þurrkaðu að lokum yfir ofninn að utanverðu með rökum klút þar til hann verður skínandi hreinn. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert