Breytingar á molunum frá Quality Street

Hver er uppáhaldsmolinn þinn?
Hver er uppáhaldsmolinn þinn? Ljósmynd/Shutterstock/Craig Russell

Jólin verða með breyttu sniði í ár – svona ef við ætlum að vera dramatísk. Því áherslubreytingar verða á vinsælustu súkkulaðimolum heims frá Quality Street. 

Sælgætisframleiðandinn hefur tilkynnt að breytingar verði á pakkningunum þeirra. Til stendur að kveðja plastumbúðirnar utan um molana sjálfa. Súkkulaðinu verður pakkað inn í endurvinnanlegan pappír í stað skrjáfplastsins sem súkkulaðinu hefur verið pakkað inn í sl. 86 ár. 

Níu af ellefu molum skipta um klæðaburð en molarnir Orange Crunch og Green Triangle halda sínu útliti. Breytingarnar munu þó ekki verða á einu bretti og því mega neytendur búast við því að molarnir í ár verði ýmist í plast- eða pappírsumbúðum. 

Ljósmynd/Shutterstock/Craig Russell
mbl.is