Millimál sem heldur þér gangandi

Matcha orkukúlur sem halda þér gangandi.
Matcha orkukúlur sem halda þér gangandi. mbl.is/Instagram_Kristjana Steingrímsdóttir

Kristjana Steingrímsdóttir færir okkur hér orkukúlur sem hún mælir heilshugar með - og eru hreint út sagt geggjaðar að hennar sögn. Sítrónu matcha kúlur sem halda þér gangandi yfir daginn. En þetta millimál geymast vel í frysti og hægt er að taka út eftir þörfum. 

Matcha orkukúlur að hætti Jönu

 • 1,5 dl kókosmjöl
 • 1,5 dl möndlumjöl
 • 1 tsk. vanilla
 • 1/8 tsk. af salti
 • 1 tsk. matcha te
 • Rifinn börkur af einni sítrónu
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 3 msk. hlynsíróp
 • 3 msk. möndlusmjör

Aðferð:

 1. Öllu blandað saman í matvinnsluvél. 
 2. Hnoðið í litlar kúlur og frystið. 
mbl.is