Loksins hægt að fá ítalskt hlaðborð í hádeginu

Jón Arnar Guðbrandsson
Jón Arnar Guðbrandsson mbl.is/Arnþór Birkisson

Það hefur verið mikið um að vera frá því að veitingastaðurinn Grazie opnaði á Hverfisgötu í sumar en viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum að sögn Jóns Arnars Guðbrandssonar, veitingamanns.

„Þetta er búið að vera æðislegt – eiginlega lyginni líkast,” segir Jón Arnar en þétt hefur verið setið á staðnum sem býður upp á ítalskan mat eins og hann gerist bestur. „Ég er með tvo ítalska snillinga í eldhúsinu, hálfgerðar mömmur, sem eru ótrúlegar. Þær kunna ekki að gera vondan mat og eiga það til að taka uppskriftir sem hafa hingað til verið heilagar í mínum augum og gera þær ennþá betri. Þetta er því algjör matarveisla hérna,” segir Jón Arnar sem nýverið tók upp á því að bjóða upp á hlaðborð í hádeginu á virkum dögum. „Þetta er alvöru ítalskt hlaðborð þar sem boðið er upp á geggjað forrétti, klassíska aðalrétti, pítsur og flest það sem gott hlaðborð þarf að hafa til að bera.”

Að sögn Jóns Arnars eru spennandi tímar framundan enda jólavertíðin að nálgast. „Þetta hefur farið ótrúlega vel af stað og fyrir það erum við þakklát. Maturinn er ekki bara góður hjá okkur heldur erum við ótrúlega stolt af öflugu þjónustuteymi hjá okkur en það hefur sannarlega reynst okkur vel að leita út fyrir kassann og ráða eldra og reynsluríkara fólk. Þetta var frábær ákvörðun sem skilar sér í enn skemmtilegra andrúmslofti á staðnum. Ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna,” segir Jón Arnar að lokum. 

mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert