Segir KFC á Íslandi vera undarlegan stað

Kamlesh Mistry hefur fundið besta KFC stað heims - að …
Kamlesh Mistry hefur fundið besta KFC stað heims - að hans mati. mbl.is/Daily Mail

Hinn 37 ára gamli Kamlesh Mistry, hefur leitað ævilangt að besta KFC stað í heimi og gæti hafa fundið þann rétta en maðurinn stoppaði meðal annars hér á landi í leit sinni. 

Kamlesh er kvæntur tveggja barna faðir frá Englandi, sem hefur ólýsanlegan áhuga á KFC – eða svo mikinn áhuga að skyndibitakeðjan hefur veitt honum titilinn KFC Superfan of the Year árið 2020. Og hlaut hann ársbirgðir af kjúklingi samhliða titlinum sem og nafn sitt á kjúklingafötu. Kamlesh hefur heimsótt meira en 50 borgir víðsvegar um heiminn til að finna hinn eina sanna stað og þar á meðal í Reykjavík. 

Kamlesh kom hingað til lands og smakkaði á íslenska kjúklingnum.
Kamlesh kom hingað til lands og smakkaði á íslenska kjúklingnum. mbl.is/Daily Mail

Eftir að hafa ferðast um víðan völl var niðurstaðan sú að bestu bitarnir voru að finna í Kuala Lumpur, en Kamlesh segir í samtali við Daily Mail þetta: „Kuala Lumpur var með áhugaverðasta matseðilinn. Ég elska sterkan mat og þeir buðu upp á fullt af krydduðum valkostum. Undarlegasti KFC staðurinn var klárlega í Reykjavík á Íslandi – ég var bara svo undrandi að sjá veitingastaðinn þar í landi," segir Kamlesh. 

mbl.is/Daily Mail
mbl.is/Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert