Ídýfan sem sögð er arftaki eðlunnar

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er komin ný ídýfa í bæinn og hún er sögð jafvel enn betri en hin goðsagnakennda eðla sem þjóðin elskar.

Þetta er sem sagt nýjasta æðið (og hér er engu logið) hjá matarbloggurum og áhrifavöldum um heim allan og hér er það Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem býr til sína útgáfu af ídýfunni góðu og ljóst er að þetta er eitthvað sem við verðum að prófa.

Rjómaostadraumur

Rjómaostablanda

  • 2 x Philadelpia Protein rjómaostur (2 x 175 g)
  • Sesamgaldur
  • Organic Liquid Garlic
  • Organic Liguid Chili
  • Rifinn Cheddar ostur
  • Saxað stökkt beikon (6 sneiðar)
  • Saxaður vorlaukur

Aðferð:

  1. Smyrjið rjómaostinum á bakka
  2. Kryddið með Sesamgaldri
  3. Skvettið smá Organic Liquid (báðum bragðtegundum) yfir allt saman
  4. Stráið góðri lúku af Cheddar osti næst yfir, stökku beikoni og að lokum vorlauk.

Meðlæti

  • Ritz kex
  • Gulrætur
  • Tómatar
  • Agúrka
  • Paprika

Aðferð:

  1. Skerið niður í strimla það sem við á og dýfið í rjómaostablönduna.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert