GUBI afhjúpar nýja liti í ljósum

Nýjir litir í loftljósum frá GUBI.
Nýjir litir í loftljósum frá GUBI. mbl.is/GUBI

GUBI afhjúpar nýja liti í ljósum - innblásin af náttúrunni í hlýjum jarðlitum í anda áttunda áratugarins. 

Jarðbundnir tónar sjást núna í klassískri hönnun í nýrri útfærslu, þar sem blæbrigði af rauðbrúnu, brúnu og laufgrænu minna okkur á náttúruna í allri sinni dýrð. Loftljósið Semi Pendant var hannað af Claus Bonderup og Torsten Thorup árið 1968, og er nú fáanlegt í litrófi þessa áratugs er kallast 'Roasted Pumpkin, Fennel Seed og Dark Cocoa'. Allar útgáfurnar koma með háglans áferð að utan og eru beinhvítir mattir að innan - og skapa þannig andstæður og hámarkar dreifingu ljóssins yfir matarborðið. Glæsilegt ekki satt! 

mbl.is/GUBI
mbl.is/GUBI
mbl.is