Gyllti drykkurinn sem bjargar heilsunni

Komin er á markað sérstök blanda sem er stútfull af næringarefnum, andoxunarefnum og öðrum góðum efnum. Blandan kallast Gyllta blandan og skal henni blandað saman við hefðbundna mjólk eða jurtamjólk, helst á kvöldin.

Eitt af aðalinnihaldsefnunum í gylltu blöndunni er túrmerik en það innihaldur kúrkúmín sem virkar á 150 vegu á líkamann. Í túrmeriki eru andoxunarefni, bólgueyðandi efni og efni sem hamla myndun krabbameinsfrumna.

Túrmerik er ansi öflugt og meðal þess sem það gerir einnig er:

  • Eykur orkuna
  • Lækkar kólesterólið
  • Er afar gott fyrir meltinguna
  • Hreinsar lifrina
  • Lækkar blóðþrýsting
  • Er gott fyrir minnið og heilastarfsemi
  • Gott fyrir hina ýmsu húðkvilla

Best er að setja um það bil tvo desilítra af (jurta)mjólk og tvær teskeiðir af gyllta duftinu saman við. Hitið upp að suðu, hellið í bolla og njótið.

Mælt er með því að nota Barista-jurtamjólk þar sem hún gerir drykkinn enn þykkari og mýkri.

Það er Kaja Organics sem framleiðir duftið og ætti það að vera komið í flestar verslanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert