Gúrmei vefja að hætti Jamie Oliver

Vefjan sem mettar magann.
Vefjan sem mettar magann. mbl.is/Jamie Oliver

Má bjóða ykkur vefju sem sameinar morgunmat og hádegismat í einum bita? Þessi vefja er stútfull af orku sem nýtist ykkur vel inn í daginn. 

Vefjan sem er stútfull af orku 

  • 2 stór egg
  • Ólífuolía
  • 10 g cheddar ostur
  • 1 tortilla kaka
  • 1/2 búnt af ferskri basiliku
  • Chili sósa
  • 200 g tómatar

Aðferð:

  1. Setjið eggin í skál og kryddið með sjávarsalti og svörtum pipar. Pískið saman með gaffli.
  2. Dreypið smávegis af ólífuolíu á heita pönnu á meðalhita, og þurrkið það mesta af með eldhúspappír. Setjið eggin út á pönnuna og veltið pönnunni til að eggin leki út í allar hliðarnar. 
  3. Rífið cheddar ostinn yfir og látið bráðna í tæpa 1 mínútu og takið því næst ommelettuna af pönnunni. 
  4. Hitið tortilla kökuna á pönnunni á báðum hliðum. Leggið kökuna ofan á ommelettuna og flippið því næst hvoru tveggja aftur yfir á pönnuna, svo að kakan snúi á pönnunni. 
  5. Stráið söxuðum basil yfir og dreypið chili sósunni einnig yfir. 
  6. Skerið tómatana niður og dreifið yfir eggjakökuna ásamt klettasalati ef vill. Saltið og piprið. 
  7. Setjið bökunarpappír á borðið og rennið eggjakökunni yfir á pappírinn. Notið síðan pappírinn til að rúlla upp tortillunni og skerið til helminga. 

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert