Kaffitýpan sem er sú allra vinsælasta

Hvaða kaffitegund skyldi vera vinsælust hjá landanum? Okkur hér á matarvef mbl lék forvitni á að vita hvað það er sem þjóðin er hrifnust af. Við leituðum til Te & Kaffi og þar létu svörin ekki á sér standa.
Að sögnu Ásu Ottesen, markaðsstjóra Te & Kaffi er dökkt kaffi það vinsælasta hjá fyrirtækinu. „Sú kaffitegund sem við seljum langmest af heitir French Roast og er dekksta tegundinn okkar á matvörumarkaði,“ segir Ása en hún segir kaffið afar bragðmikið og gott.
Að sögn Ásu var það stórt skref hjá Te & Kaffi þegar farið var að bjóða upp á umhverfisvæn hylki sem passa í Nespresso og sambærilegar vélar.
„Þegar við fundum svo loksins umhverfisvæn hylki sem eru ekki gerð úr áli kom það okkur ekki á óvart að kaffiþyrstir Íslendingar tóku gríðarlega vel í það að fá loksins French Roast í hylkjum. Íslendingar eru alveg sólgnir í dökkristað kaffi, við erum svoítið eins og ítalarnir, viljum fá þetta kikk úr bollanum. Svo passar líka betur að hafa kaffið dekkra ef maður notar mjólk með.“
 
Fjólublái lituirnn einkennir vinsælasta kaffið.
Fjólublái lituirnn einkennir vinsælasta kaffið. Ljósmynd/Te & Kaffi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert